Um Okkur
Hugmyndin kviknaði þegar ég var í Noregi og sá hversu sterk hefðin er þar að börn klæðist fallegum búningum á 17. maí. Mér fannst þetta falleg leið til að efla tengsl barna við menningu og sögu – og fór að velta fyrir mér: Af hverju sjáum við ekki meira af börnum hér heima klædd í hátíðarföt á 17. júní, í afmælum og á öðrum merkisdögum?
Þegar ég sjálfur eignaðist barn kviknaði löngunin til að gera eitthvað úr þessari hugmynd. Mig langaði að hanna einfaldan og fallegan hátíðarbúning sem væri aðgengilegur fyrir fjölskyldur – búning sem börn gætu klæðst með stolti og gleði þegar tilefni gefst.
Búningarnir eru innblásnir af menningararfleifð okkar en hannaðir með börn í huga – léttir, þægilegir og leikandi. Þeir eru ekki hugsaðir sem nákvæm endurgerð hefðbundins fatnaðar heldur sem skemmtilegur og fallegur valkostur fyrir tyllidaga.
Vonandi hjálpar þetta verkefni fleiri börnum að taka þátt í menningu okkar – á sínum eigin forsendum.
Kær kveðja,
Ingvi Þór